Fáir trúa raunverulega. Flestir trúa bara að þeir trúi.
Dýrkeyptust allrar heimsku er að trúa heitt og innilega því sem augljóslega er ekki satt.
Maðurinn er það sem hann trúir.
Ég reyni að nota glóruna. Ég trúi ekki því sem ég get ekki fellt mig við eða skilið. Ég leitast við að viðurkenna takmörk mín og fer ekki að búa til skáldskaparrauðgraut í það bil sem ég ekki skil í tilverunni. Trú er forkastanlegt hugtak; ég leitast við að mynda mér skoðun á hverju og einu og haga mér samkvæmt henni.
Þú getur hafið þig yfir alla neikvæðni þegar þú áttar þig á að eina valdið sem hún hefur yfir þér er trú þín á hana. Og þegar þú skilur þessi sannindi um sjálfan þig verðurðu frjáls.
Ástin ein getur sameinað mannverur á þann hátt að gera þær heilar, uppfylla þrár þeirra, því hún ein tekur þær og tengir með því sem er dýpst í sjálfum þeim.
Lífið er engum auðvelt. En hvað um það? Við verðum að sýna þolgæði og umfram allt, að hafa trú á sjálfum okkur. Við verðum að trúa því að okkur sé ætlað eitthvað sérstakt og að við verðum að kasta öllu til að ná því.