Um skáldskapinn hjá mér gegnir svipuðu máli og lífið: ef mannveran gæti valið einhvern annan vettvang fyrir skynjanir sínar eða heild en lífið sem hún lifir, þá mundi hún velja hann og hafna lífinu. Lífið er aðeins ill nauðsyn fyrir þann sem fæðist. Það sama gæti ég sagt um iðkun mína eða skáldskap minn. […] það að kunna að flokka tilfinningar og gefa þeim nöfn gildir einu fyrir hausinn eða búkinn sem elur þær af sér. Þess vegna segi ég, að til allrar hamingju fyrir tilfinningar mínar finnst mér líkt og ég sé lifandi dauður í senn.

    Guðbergur Bergsson metsölubók, s. 70.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila