Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
  Lifa þar fáir og hugsa smátt.
  Aldrei líta þeir sumar né sól.
  Sál þeirra’ er blind einsog klerkur á stól.

  Konurnar skvetta úr koppum á tún.
  Karlarnir vinda segl við hún.
  Draga þeir marhnút í drenginn sinn.
  Duus kaupir af þeim málfiskinn.

  Kofarnir ramba þar einn og einn.
  Ósköp leiðist mér þá að sjá.
  Prestkona fæddist í holtinu hér.
  Hún giftist manni, sem hlær að mér.

  Já, Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
  Lifa þar fáir og hugsa smátt.
  Á kvöldin heyrast þar kynjahljóð.
  Komið þér sælar, jómfrú góð!

  Seltjarnarnesið

  0

  Athugasemdir

  0

  Deila