Pappír, blek og pennar voru lífsnauðsynjar, sem ég gat aldrei án verið, eftir að móðir mín hafði gert það axarskaft að kenna mér að skrifa. Þetta keypti ég fyrir upptíninginn minn. Og þá hlakkaði ég mikið til, þegar komið var úr kaupstaðnum með drifhvítan pappír og gljáandi penna og svart blek í ferkantaðri byttu. Þá var gaman að lifa.

    Steinarnir tala

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila