Nóra var enginn hálfviti. Hún kom Jörgen oft í opna skjöldu. Hún var einsog óvirkjaður foss og hafði ekki notið neins sem lífið bauð upp á. Ekki nema áfengis og ástaratlota, allt til að gleymskan hríslaðist um líkamann þar til hún fyndi fyrir því sem hún mundi og vildi gleyma. Nei, auðvitað var þetta rétt hjá Nóru. Það hugsaði bara aldrei neinn út í það sem hún sagði, að hún gæti haft rétt fyrir sér. Hún var einsog við hér á Íslandi sem aldrei vorum spurð að neinu og hættum að skilja spurningar og svöruðum bara út í hött og sögðum já og nei, samtímis; og gerum enn.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila