Núna dettur mér stundum í hug að ég lifi við ofríki, því að æskan gerir svo miklar frelsiskröfur að hún fer ekkert eftir nótum okkar foreldranna. Umburðarlyndi okkar Íslendinga, sem við ruglum saman við ást, er allt of mikið. Mér finnst það satt að segja eitthvert stærsta markmiðið í mannlífinu að agi og frelsi haldist í hendur.