En hvað það er einkennilegt að heyra fótatak stúlku á hljóðu haustkvöldi þegar maður er nýkominn úr sveit! Fótatak er hljómfall sálarinnar. Hvert er hún að fara? Hvers er hún að leita í lífinu? Hefur hún gaman af að horfa á tunglið suður í Beneventum á heiðskírrí vetrarnótt? Les hún kvæði? Þráir hún sannleikann? Þyrstir myrkrið í sál hennar eftir ljósi réttlætisins? Skyldi hún nokkurn tímann hafa gert hitt?

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila