Úðinn drýpur og sindrar í silfurgljá
    Í svona veðri finnst regninu gaman að detta
    Á blómin, sem nú eru upptekin af að spretta
    og eru fyrir skemmstu komin á stjá.

    Og upp úr renginu rís hin unga borg,
    rjóð og tær eins og nýstigin upp af baði
    Og sólin brosir á sínu himneska hlaði
    og horfir með velþóknun yfir stræti og torg.

    Og léttir geislar glitra um lygnan fjörð
    eins og glóbjört minning um tunglskinið frá í vetur.
    Ó, engan ég þekki, sem gæti gert þetta betur
    En guð, að búa til svona fallega jörð.

    Ljóðið: "Júnímorgunn"

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila