Ég held að skáld og listamenn almennt, að þeir séu einhvers konar kvika og þess vegna næmari en margur annar, ekki af þvi að þau séu greindari eða eitthvað slíkt heldur er þetta eitthvað meðfætt, þessi kvika, eins og sumir eru handlagnir eða betri í fótbolta en aðrir. Og þessi kvika verður til þess að maður skynjar mannlífið á einhvern óræðari hátt, stundum dýpri hátt og þess vegna verða bækurnar oft dýpri og margþættari en höfundurinn, geta jafnvel nánast sagt fyrir um hluti sem ekki hafa gerst. Það er svo margt sem að opnast um leið og þú ferð að skrifa.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila