Ástfanginn blær í grænum garði svæfir
    grösin, sem hljóðlát biðu sólarlagsins.
    En niðri í mýri litla lóan æfir
    lögin sín undir konsert morgundagsins.

    Og úti fyrir hvíla höf og grandar,
    og hljóðar öldur smáum bárum rugga.
    Sem barn í djúpum blundi jörðin andar,
    og borgin sefur rótt við opna glugga.

    Ljóðið: "Við Vatnsmýrina"

    Athugasemdir

    0

    Deila