Við hafnarbakkann er bærinn fallinn í trans,
    þar birtast guðleg musteri í lágum hreysum.
    En uppi stíga norðurljós náttlangan dans
    í nakinni dýrð eftir himinsins vegaleysum.

    Og framandi eðlis er alt á himni og jörð,
    sem annarleg rödd hafi þaggað dáganna hlátur.
    — í hliðargötu sést hylla undir næturvörð,
    hinn hljóða sfinx, er skilur strætanna gátur.

    Ljóðið Tunglskinsnótt.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila