Undan ferðamannsins fæti
    valt steinn úr stað
    Og steinninn hélt áfram að velta
    veistu það?

    Og sjö þúsund árum síðar
    kom Sing Sing Hó
    Og Sing Sing Hó fékk sér konu
    en konan dó.

    Og sjö þúsund árum síðar
    kom Ghagga Ghú.
    Um Ghagga Ghú finnst hvergi
    nein heimild nú.

    Og sjö þúsund árum síðar
    komst þú, komst þú.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila