Tilfinningar eru eins konar delluvari á framkvæmdir. Þér þykir vænt um land. Þú ert ástfanginn af því, þú ert hrifinn af því vegna þess það snertir ákveðna strengi í þér eða þá að þú hefur alist upp við það og haft lifibrauð af því. Tilfinningar koma í veg fyrir stórslys, vegna þess að þú sérð að þarna er eitthvað ógnvænlegt í gangi. Tilfinningin þín segir að þú mátt ekki gera þetta, þess vegna er hún delluvari. Þess vegna hef ég sagt, þeir sem taka þennan delluvara úr sambandi, þeir eru hættulegir og hættulegir umhverfinu. Við verðum að hafa tilfinningar í viðhorfi okkar gagnvart náttúrunni. Ef við tökum tilfinningarnar út úr samhenginu, þá erum við að segja að það skipti ekkert máli lengur. Það er hættan.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila