Sérstaða okkar felst ekki í því að við séum annars eðlis en allt annað í ríki náttúrunnar eða að við getum lagt náttúrna undir okkur og stýrt öflum hennar, heldur í því að við getum skoðað náttúruna og breytt gagnvart henni frá hvaða sjónarhóli sem vera skal. Við getum séð hvað er til góðs fyrir aðrar lífverur en sjálf okkur og við getum gert ótal margt til að búa í haginn fyrir lífið í náttúrunni alveg óháð sjálfum okkur og sérhagsmunum okkar.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila