Og silungur gengur þar á milli beina, fiskur sem enginn vill sjá á borðum hér. Hér hafa sextán kynslóðir búið í svengd og sjö þúsund kynslóðir af bleikju dáið í hárri og feitri elli. Hungrið er vofa sem alin er á hjátrú sem nærist á heimsku sem sefur hjá trú. Sá sem fyrstur veiðir í þessu vatni mun eta silung með landnámsbragði.

    Höfundur Íslands

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila