Móðursystir mín var alin upp af eldri konu sem tók hana að sér. Þegar hún talaði um hana skynjaði maður góðsemdina sem finnst í lífinu og manneskjum. Þegar maður kynnist eða hnýtur um þannig góðsemd þá verður bókstaflega auðveldara að trúa á mannkynið. Þrátt fyrir allt. En slíkar manneskjur eru oft nánast ósýnilegar í samfélaginu vegna þess að þær berast ekki á. Hógværar manneskjur. En góðsemd þeirra og gæska er samt svo mikil að hún getur sveigt lögmál tímans.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila