Mér fær það angurs, er ég sé,
    hvar öxi byltir laufgu tré.
    Það var svo lengi að vaxa hátt,
    það var í svipan fellt svo lágt.


    En sjái ég, hvar lykkja á leið
    var lögð í kring um ungan meið,
    þá gleðst ég við og þekki þar
    hið þögla merki lotningar.

    Er vöxtur trés ei vitnisbær
    um visku dýpri en skyn mitt nær?
    Er líf mitt ei þess lífi háð,
    og land mitt skjóli þess og náð.

    Það undur seint á fold ég finn,
    er fegurð lofi höfund sinn. –
    Þó getur, eins og ekkert sé,
    hver aulinn fellt þig, göfga tré.

    Ljóðið: Hjá felldu tré - Þorsteinn Valdimarsson þýddi

    Athugasemdir

    0

    Deila