Mér hefði fundist allt mitt starf gersneytt merkingu og fundið leiðan hellast yfir mig og byrjað að drekka brennivín til að hafa ofan af fyrir sjálfum mér. Svoleiðis verða þeir í Reykjavík. Ég hef séð það af kvikmyndunum sem þeir búa til um fólkið á landsbyggðinni. Samfélagsmyndin sem skín í gegn samanstendur af illa innrættum þursum sem hafa það eitt fyrir stafni að berja á sínum nánustu og tjá sig í einsatkvæðisorðum.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila