Ljósið loftin fyllir
    og loftin verða blá.
    Vorið tánum tyllir
    tindana á.

    Dagarnir lengjast
    og dimman flýr í sjó.
    Bráðum syngur lóa
    í brekku og mó.

    Og lambagrasið ljósa
    litkar mel og barð
    og sóleyjar spretta
    sunnan við garð.

    Þá flettir sól af fjöllunum
    fannanna strút.
    Í kaupstað verður farið
    og kýrnar leystar út.

    Bráðum glóey gyllir
    geimana blá.
    Vorið tánum tyllir
    tindana á.

    Ljóðið: LJÓSIÐ LOFTIN FYLLIR

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila