Kveikja að einu kvæði getur verið lítið atvik á afmörkuðu sviði, og auðvitað má í þrengsta skilningi halda því fram að um það sé ort. En hvað mig snertir hefur vinna að ljóði oftast nær tilhneigingu til að vaxa yfir í víðtækari skírskotun, hugsanlega eitthvað sammannlegt. Allt eru þetta einhverjar vangaveltur um manninn, hugsanir hans og tilfinningar. Fyrst mann sjálfan og síðan manninn í víðara skilningi.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila