Kvarta þeir ekki í borgunum yfir því að heura ekki til í heiminum, yfir að vera tilfinningalausir og sljóir og leita svölunar í fíkniefnum og framhjátökum; að eina spurningin snúist um það hvort þeir eigi nú að kála sér eða ekki. Eða þá bíða um nokkurt skeið. Er til eitthvað hræðilegra en að bíða eftir að lífið líði hjá? Í stað þess að taka til hendinni og draga að föngin. Og svo yrkja þeir ljóð og skrifa sögur um einsemdina og kuldann í borginni. Af hverju voru þeir yfir höfuð að fara úr sveitinni?

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila