Hver sá, er menntaður vill teljast, verður að varðveita hug sinn sem lengst frjálsan og opinn. Frjálslyndi og víðsýni er aðal sannrar menntunar. Öfgar og ofstæki er ómenningar vottur og minnir á galdrabrennur liðinna tíma. Sönn menning er hófsöm. Hún leitar jafnvægis andstæðnanna eins og fagurt listaverk. Hún lítur á margt, helst allt, en einblínir ekki á eitt.

    Athugasemdir

    0

    Deila