Hver skilur heimskuþvætting þinn. Þú ekki sjálfur, leiruxinn. Jeg get nú með sama rjetti sagt, að E. B. (Einar Benediktsson) sje leiðinlegur - að ekki sje hundraðasta hver lína af viti í því sem hann yrki og ekki sé þúsundasta hver lína í því sem hann skrifar í óbundnu máli, að megnið af þessu öllu saman sje líkast vaðli í sjóðbilausum manni. Og jet get bætt því við, og fært rök að því ef með þarf, að meiri hluti kvæðum hans, sem hann hefur ort síðustu árin, er hreinasti leirburður. Þau eru stirt kveðin, svo að hverjum íslenskum manni er ofraun, að hafa þau í munni, hættirnir afskaplega sjerviskulegir og afkáralegir, hljóðfall (rymus) alt á riðli, mál og myndir argasta smekkspilling, íslenskunni átakanlega misþyrmt, og hugnunin - þegar hún þá er nokkur - svo myrk og hálfsögð, að hún verður víða gersamlega óskilanleg, og gorgeirinn og lærdómsbelgingurinn óbærilegur.

    Sagt um Einar Benediktsson

    Athugasemdir

    0

    Deila