Fór á svoldið skemmtilegan fyrirlestur um daginn þar sem velt var fram þeirri pælingu að það væri ekki hægt að eiga hugmyndir. Hugmyndirnar ættu sig sjálfar og lifðu sjálfstæðu lífi. Ef maður fær hugmynd og gerir ekkert við hana er bara tímaspursmál þangað til hún gefst upp á manni og hún fer til einhvers annars þar sem hún lendir í framkvæmd ef hún er heppin. Sá hinn sami fær þannig allt credit fyrir hana og enginn muna trúa því að þú hafir átt þessa hugmynd einhverntíman. Þannig að ef þér þykir vænt um hugmyndina þína og vilt ekki að hún yfirgefi þig, sinntu henni þá.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila