Ef háskólar ætla sér að leggja rækt við siðferðilegar forsendur sínar og efla hið alþjóðlega samfélag háskóla þarf að margt að gera. Brýnasta verkefnið er að fræða fólk, og þá sérstaklega starfsfólk og nemendur háskóla, skipulega um skyldur og hlutverk háskóla, hvað sjálfstæði þeirra merkir, hvaða ábyrgð felst í akademísku frelsi, hvernig rannsóknir og kennsla þurfa að tengjast, hver sé hin húmaníska hefð sem háskólarnir tilheyra og er falið að flytja áfram til komandi kynslóða.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila