Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.

    Hver maður er varnarlaus gegn árásum aftan frá nema e-r sé þar til að verja hann. Ber er hver að baki [á bakinu] nema sér bróður eigi. Í Njáls sögur segir: ..."Björn svaraði: "Aukist hafa heldur vandræðin kerling." Hún svarar fá og brosti að. Húsfreyja mælti þá: "Hversu gafst Björn þér Kári?" Hann svarar: "Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og gafst Björn mér vel. Hann vann á þremur mönnum en hann er þó sár sjálfur. Og var hann mér hinn hallkvæmasti í öllu því er hann mátti..." Í Í Grettis sögu segir: "Þá mælti Grettir: "Ber er hver á bakinu nema sér bróður eigi." Illugi kastaði skildi þá yfir hann og varði hann svo Gretti rösklega að allir menn ágættu vörn hans. "
    .. að baki er algengara.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila