Agi, hæfilegur ægi, er nauðsynlegur, agi sem temur án þess að kúga, sem beinir orkunni braut án þess að stöðva hana. Kraftarnir þurfa viðnám til þess að breytast í frjóa orku, líkt og beisla verður villiorku vatnsins, til þess að hún verði að vermandi ljósi. Frelsi og agi verða að haldast í hendur, frelsið til að veita möguleikana, aginn til að gera eitthvað úr þeim. Frelsið eitt elur formleysi, þ.e. menningarleysi, og aginn einn lamar og deyðir. Sameinað skapar það lifandi menningu.

    Við skólasetningu 1954

    Athugasemdir

    0

    Deila