Þjóðlíf á Íslandi var enn ekki komið svo lángt í rómantík að fólk úr sveitum tæki sig til á helgum dögum á sumrin og færi í útreið í líkíngu við skógarfarir í Danmörku einsog síðar varð. Á þeim dögum var enn talið ljótt í sveitum að sinna nokkrum hlut vegna þess eins að hann væri skemtilegur. Danakonúngur hafði með fororðníngu afnumið skemtanir á Íslandi fyrir rúmum hundrað árum. Dans var sagður af djöflinum og hafði þá ekki verið stiginn í sveitum í marga mannsaldra. Það þótti ekki sæmilegt að ógift æskufólk træði hvert öðru um tær nema í hæsta lagi til að eignast launbörn. Alt líf átti að vera nytsamlegt og guði til dýrðar.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila