Þar og þá bjó ég mér til reglu til að beita á allar ákvarðanir sem ég gæti þurft að taka. Ég myndi fara yfir öll rök í málinu og skilja að þau sem reist væru á ótta og þau sem byggðust á sköpunarmætti. Að öðru jöfnu myndi ég taka ákvörðun á grundvelli þess hvoru megin væru fleiri sköpunartengdar ástæður. ég held að einhver svipuð regla hljóti að liggja að baki því að páskaliljur og krókusar stinga kollunum upp úr kaldri moldinni á vorin.

    Athugasemdir

    0

    Deila