... fátækt fólk er ævinlega hamíngjusamara en þetta svokallaða ríka fólk, sem er í raun og veru ekki til. Því hvað er ríkt fólk? Það er fólk sem hefur mikið í veltunni og á ekki neitt nema áhyggjurnar ef alt væri gert upp, og fer útúr heiminum alveg nákvæmlega eins snautt og hinir, að því undanteknu að það hefir haft meira af búksorgum, minna af sannri lífsgleði.