Textar sem tengjast stúdentsprófum og útskriftarkortum og stúdentskortum.
Það er mikil gleðistund að útskrifast úr menntaskóla. Stúdentspróf eru merkur áfangi í lífi hvers manns.
Hér eru hugmyndir af textum sem má nota í stúdentskort:
Til hamingju með áfangann!
Innilega til hamingju með áfangann!
Vonandi á námið eftir að nýtast þér vel í lífinu.
Megi lífið leika við þig alla tíð.
Innilega til hamingju með þennan merka áfanga.
Þú hefur lagt mikið á þig til að ná settum markmiðum.
Gangi þér allt í haginn!
Innilegar hamingjuóskir með þennan stóra áfanga. Megi lífið leika við þig alla tíð.
Til hamingju með stúdentsprófið elsku hjartans Guðrún mín.
Við erum svo endalaust stolt af þér og öllu því sem þú hefur afrekað.
Þú hefur sýnt dugnað þrautseigju og kraft. Nú tekur þú næsta skref sem þú munt blómstra í.
Þú ert falleg að utan sem innan með hjartað úr gulli. Haltu áfram að fylgja draumum þínum og mundu að við stöndum alltaf með þér sama hvað þú velur.
Innilegar til hamingju með glæsilegt stúdentspróf.
Bestu kveðjur
Hjartanlegar hamingjuóskir með stúdentsprófið. Bjarta framtíð og áfram gakk!
Elsku YYY
Innilegar til hamingju með stúdentinn, Heillaóskir
Innilegar hamingjuóskir með þennan áfanga í lífinu. Þín bíður glæst framtíð.
Sumarkveðjur
Við erum stolt af þér og óskum þér alls hins besta í framtíðinni.
Þú átt eftir að vinna mörg afrek. En fyrst skaltu fagna og njóta sumarsins!
Hjartanlega til hamingju með áfangann. Megi framtíð þin verða björt!
Til hamingju með útskriftina elsku YYY. Megi þér ganga allt í haginn. Heimsins bestu kveðjur
Innilega til hamingju með áfangann. Gangi þér vel í öllu sem framundan er.
Með hjartans bestu hamingjuóskum í tilefni af Stúdentsprófinu. Megir þú verða góð gæfukona!
Með kærri kveðju
Innilega til hamingju með útskriftina.
Innilegar hamingjuóskir á útskriftardaginn.
Megi allt ganga þér í haginn í lífinu framundan!
Óska þér alls það besta í framtíðinni.
Tilvitnanir sem tengjast námi, skóla og útskrift:
Tilgangur náms er námið sjálft. Þess vegna verða menn aldrei fullnuma í neinni námsgrein, hversu mörgum og góðum prófgráðum sem þeir ljúka. - Páll Skúlason
Maður sem ekkert nám stundar alla ævi sína er eins og maður sem ferðast um niðdimma nótt.
Menn eiga að koma svangir úr skóla, ekki saddir. - Þórarinn Björnsson
Það er ótrúlega skammt á milli þess að hætta að menntast og afmenntast.
- Tómas Guðmundsson
Menntun er það sem verður eftir þegar það sem hefur verið kennt er gleymt. -B. F. Skinner
Kaffihúsin eru minn háskóli. - Steinn Steinarr
Sérhver skóladagur þarf að vera hamingjudagur fyrir hópinn og hvert einstakt barn, hver stund gleðistund, sem þokar öllum eitthvað áfram á göngunni til góðs. - Ísak Jónsson
By Jon
2025-05-31 19:04:25