Texti í fermingarkort

  Fermingarkveðjur og textar inn í fermingarkort.

   

  Ef þig vantar að vita hvað á að skrifa inn í fermingarkort þá eru hér nokkrar hugmyndir. 
  Megi dagurinn vera þér ógleymanlegur.

  Innilega til hamingju með þennan stóra áfanga í lífi þínu - megi gleði og gæfa fylgja þér og fjölskyldunni alla tíð.

  Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn.
  Með kveðju,

  Til hamingju með að hafa gert Jesús að leiðtoga lífs þíns.

  Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn, með ósk um bjarta framtíð.

  Innilega til hamingju með ferminguna. Guð gefi þér fallega og gleðiríka framtíð. 

  Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Megi gæfan fylgja þér um aldur og ævi.

  Til hamingju með áfangann. Bestu kveðjur frá okkur fjölskyldunni. 

  Elsku VVVV
  Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Megi gæfa fylgja þér um alla framtíð. 

   Innilega til hamingju með daginn þinn. Við óskum þér velfarnaðar í framtíðinni og hlökkum til að sjá þig vaxa og dafna. 

  Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Bjarta framtíð. 

  Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn.
  Megi góður guð blessa þig og varðveita alla framtíð. 

  Þú hefur alla
  hæfileikana
  í hendi þér
  og með þín
  hreina hjarta
  áttu framtíðina
  sólskinsbjarta

  Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Megi gæfa fylgja þér í framtíðinni.

  Megi allt ganga þér í haginn í framtíðinni. 

  Innilega til hamingju með ferminguna. Megi gæfa fylgja þér um ókomna tíð. 

  Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Þú getur allt sem þú ætlar þér! 
  Þínir vinir. 

  Til elsku VVV minnar með árnaðaróskum í tilefni fermingar þinnar. 
  Guð geymi þig! 

  Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn.
  Megi gleði og gæfa fylgja þér um alla framtíð! 

  Óskum þér gæfuríkrar framtíðar. 
  Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. 
  Kær kveðja,
  By Jon

  2023-03-26 15:21:58

  Athugasemdir

  0

  Önnur blogg

  5 stafa orð á íslensku
  5 stafa orð á íslensku

  Öll 5 stafa orð sem finnast í okkar orðalista. Nýtist í orðaleiknum Ordla.

  Orðla eða Wordle orðaleikur - 16070 orð möguleg?
  Orðla eða Wordle orðaleikur - 16070 orð möguleg?

  Notuðum orðalistann okkar til að finna hve mörg og hvaða orð koma til greina í Orðlu orðaleiknum vinsæla.

  Afmæliskveðjur í kort / texti í afmæliskort
  Afmæliskveðjur í kort / texti í afmæliskort

  Hér má finna nokkrar afmæliskveðjur í kort.

  Deila