Munurinn á orðatiltæki og málshætti?

    Veistu hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti? Við útskýrum það fyrir þér með einföldum hætti.

    Orðatiltæki er hugtak sem er haft um fast orðasamband (til dæmis „að taka af skarið“) eða orðtak (til dæmis „vera einn um hituna“), einnig fastar líkingar (til dæmis „fara eins og logi yfir akur“) og kunn orðasambönd (til dæmis „fögur er hlíðin“).
    Undir orðatiltæki flokkast meðal annars orðtök, talshættir, fastar líkingar og fleyg orð. Orðatiltæki er víðara hugtak en málsháttur. 

    Ekki skal rugla orðatiltækjum saman við málshætti, sem eru fullmótuð setning, innihalda lífsspeki eða lífsviðhorf en eru settir fram í einni málsgrein (til dæmis „Af illum er ills von.“ eða Margur verður af aurum api.).  
    Málshættir geyma oft siðareglur eða varnaðarorð (dæmi: Oft ilmar eitruð rót). Málshátturinn getur staðið einn og skilst án samhengis


    Dæmi um orðatiltæki:

    Renna blint í sjóinn

    draga e-ð í dilka

    Að eiga í vök að verjast


    Hér má lesa fleiri orðatiltæki.





    By James

    2021-11-19 22:57:22

    Athugasemdir

    0

    Önnur blogg

    Texti í fermingarkort
    Texti í fermingarkort

    Fermingarkveðjur og textar inn í fermingarkort.

    5 stafa orð á íslensku
    5 stafa orð á íslensku

    Öll 5 stafa orð sem finnast í okkar orðalista. Nýtist í orðaleiknum Ordla.

    Orðla eða Wordle orðaleikur - 16070 orð möguleg?
    Orðla eða Wordle orðaleikur - 16070 orð möguleg?

    Notuðum orðalistann okkar til að finna hve mörg og hvaða orð koma til greina í Orðlu orðaleiknum vinsæla.

    Deila