Jólakveðjur / textar fyrir jólakort

  Hér má finna nokkrar jólakveðjur sem geta gefið þér hugmyndir af textum til að nota á jólakortið.

  Bestu óskir um Gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir liðið.

  Kæru ættingar og vinir.
  Við óskum ykkur gleðilegra jóla og alls góðs á nýju ári.
  Jólakveðja

  Elsku fjölskylda og vinir
  Gleðileg jól
  og heillaríkt komandi ár
  Þökkum liðnar stundir.
  Hátíðarkveðjur

  Sendum okkar bestu óskir um gleði og frið um jólin og farsæld á komandi ári. 
  Þökkum liðnar stundir

  Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár
  óskum við þér með bestu þökkum fyrir tryggð og vináttu á liðnum árum. 

  Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár
  Þökkum allt á liðnum árum

  Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár
  Þökkum þér af alhug góðar og glaðar stundir. 
  Óskum þér hins besta á nýju ári. 

  Gleðileg jól og farsælt komandi ár. 
  Með innilegu þakklæti fyrir hið liðna. 
  Hittumst á nýju ári! 
  Með hátíðarkveðju, 
  --
  Gleðilegt ár og gæfuríkt komandi ár 
  með hjartans þökk fyrir kaffið og góðar og skemmtilegar samræður á síðustu árum. 
  --
  Gleðilega jólahátíð 
  kær jólakveðja
  --
  Gleðilegt ár og gæfuríkt komandi ár 
  Þakka góða vináttu og samverustundir í gegnum tíðina. 
  --
  Gleðileg jól og farsælt komandi ár 
  óskum við þér með þökkum fyrir allt gott á liðnum árum. 
  --
  XXX - ég óska þér friðsæl og gleðileg jól! 
  --
  Gleðileg jól og farsælt komandi ár
  með þakklæti fyrir gjöfula vináttu og skemmtilegar stundir liðinna ára. 
  Lifðu heill, 
  --

  Sendum okkar bestu óskir um
  Gleðileg jól og farsælt komandi ár
  Þökkum liðið
  Megi komandi ár færa gleði og gæfu
  Kær kveðja

  --

  Við óskum ykkur hamingju og friðar um jólin
  Og á árinu sem senn gengur í garð .
  Þökkum allar góðu samverustundirnar
  á árinu sem er að líða.


  --

  Húmið förlast,hækkar sól
  Hýrna frosnar grundir
  Guð þér sendi gleðileg jól
  og góðar vetrar stundir.

  Hamingjan gefi þér gleðileg jól.
  Gleðji og vermi þig miðsvetrarsól.
  Brosi þér himinn heiður og blár
  og hlýlegt þér verði hið komandi ár.


  Ég óska ykkur gæfu á ófarinni braut
  ykkur umvefji hamingju sólin.
  Í framtíð og nútíð ykkur falli í skaut
  sá friður sem innleiðir jólin.

  --

  Skamm skamm skammdegi

  Mest er um vert að muna
  í myrkri og bruna
  að skammdegið hopar og hörfar.

  Eftir hver jól
  endurheimt sól
  líf og liti örvar.
  -Þórarinn Eldjárn


  Hugheilar jólakveðjur með ósk um gleði og gæfu á ári komanda. 
  Þakka gjöfula vináttu í tvo áratugi! 
  Lifðu heill, 

  Kæri XX 
  Gleðileg jól og gæfuríkt ár 
  Þökkum góð kynni og ánægjulegar samveru í gegnum árin. 
  Óskum þér og þínum gleði, gæfu og góðrar heilsu á nýju ári. 


  Jólakveðjur á nokkrum tungumálum:
  God Jul (sænska)
  Glædelig Jul (danska)
  Merry Christmas (enska)
  Srecan Bozic (serbneska)
  Joyeux Noël (franska)
  Feliz Navidad (spænska)
  Fröhliche Weihnachten (þýska)
  God Jul (norska)
  Wesolych Swiat (pólska)
  Season's Greetings (enska)
  Gleðileg jól
  Gleðilega hátíð
  By Jón

  2021-12-02 11:24:57

  Athugasemdir

  0

  Önnur blogg

  Texti í fermingarkort
  Texti í fermingarkort

  Fermingarkveðjur og textar inn í fermingarkort.

  5 stafa orð á íslensku
  5 stafa orð á íslensku

  Öll 5 stafa orð sem finnast í okkar orðalista. Nýtist í orðaleiknum Ordla.

  Orðla eða Wordle orðaleikur - 16070 orð möguleg?
  Orðla eða Wordle orðaleikur - 16070 orð möguleg?

  Notuðum orðalistann okkar til að finna hve mörg og hvaða orð koma til greina í Orðlu orðaleiknum vinsæla.

  Deila