Jólakveðjur / textar fyrir jólakort

  Hér má finna nokkrar jólakveðjur sem geta gefið þér hugmyndir af textum til að nota á jólakortið.

  Bestu óskir um Gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir liðið.

  Kæru ættingar og vinir.
  Við óskum ykkur gleðilegra jóla og alls góðs á nýju ári.
  Jólakveðja

  Elsku fjölskylda og vinir
  Gleðileg jól
  og heillaríkt komandi ár
  Þökkum liðnar stundir.
  Hátíðarkveðjur

  Sendum okkar bestu óskir um gleði og frið um jólin og farsæld á komandi ári. 
  Þökkum liðnar stundir

  Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár
  óskum við þér með bestu þökkum fyrir tryggð og vináttu á liðnum árum. 

  Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár
  Þökkum allt á liðnum árum

  Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár
  Þökkum þér af alhug góðar og glaðar stundir. 
  Óskum þér hins besta á nýju ári. 

  Jólakveðjur á nokkrum tungumálum:
  God Jul (sænska)
  Glædelig Jul (danska)
  Merry Christmas (enska)
  Srecan Bozic (serbneska)
  Joyeux Noël (franska)
  Feliz Navidad (spænska)
  Fröhliche Weihnachten (þýska)
  God Jul (norska)
  Wesolych Swiat (pólska)
  Season's Greetings (enska)
  Gleðileg jól
  Gleðilega hátíð
  By Jón

  2021-12-02 11:24:57

  Athugasemdir

  0

  Önnur blogg

  Munurinn á orðatiltæki og málshætti?
  Munurinn á orðatiltæki og málshætti?

  Veistu hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti? Við útskýrum það fyrir þér með einföldum hætti.

  Gullkorn dagsins
  Gullkorn dagsins

  Nokkur góð gullkorn

  Málshættir um peninga
  Málshættir um peninga

  Hér eru nokkrir góðir málshættir um peninga.

  Deila