Fermingarkveðjur og textar inn í fermingarkort.
Gamlir íslenskir málshættir
Dæmi um gamla íslenska málshætti.
Hér að neðan má finna dæmi um gamla íslenska málshætti sem sumir eru ritaðir á gamla mátann.
Ekki er fuglinn fenginn þótt honum fyrir svipi.
Háar eikur hafa hljóðglögg eyru.
Hætt er að geyma gull í glersjóði.
Fangs er von af frekum úlfi.
Ekki verður það allt að regni sem rökkur í lofti.
Veit refur refs æði.
Afsleppt er álshaldið.
Ekki reiðist steðji stórhöggum.
Uxinn fór til England, kom aftur naut.
Ein svala gerir ekki vor.
Steinn prófar gull, en gull menn.
Þíng er óhelgt án griða.
Þín hefir höndin makað, bæði slegið og rakað.
Þinn handafli þig skal helzt næra.
Þinn heimskíngi hefir engan heiðr.
Þín túnga skal ei vera skjótari enn þinn hugr.
Þjóðir, tíðir og siðir hafa sín missiraskipti.
Þjófnum þykir bezt meðan myrkrið er.
Þjófrinn má eta sitt ætíð með ótta.
Þjófrinn þrífst, en þjófsnautrinn aldrei.
Þjóna svo mönnum að þú þókknist guði.
Þjónusta guðs er fullkomið frelsi.
Þó ávirðingin sé skírð með gulls nafni, þekkist hún samt.
Þó barnið sé lítið, kostar það ei minna enu hinn stærsti maðr.
Þó dygðin doðni, kann hún vel að endrnýast.
Þó einn elski svikin, hatar hann samt svikarann.
Þó einn komist yfir háskann, ferst annar í hönum.
Þó einum lukkist, lukkast hundrað ei.
Þó fè tapist, kann það aptr að vinnast.
Þó flestir flýi dauða, finna þeir hann.
Þó góðr komi eptir góðann, sýnist sá fyrri að vera betri.
Þó heimrinn væri fullr með dára, þykist enginn vera það.
By Adam
2021-10-02 16:48:46