Karlinn, sem alltaf talaði í spakmælum

    (Lauslega þýtt og endursagt) Þjóðviljinn 28. des 1943

    „Hershöfðingi minn segir að það sé alveg vandalaust að sigra nágrannana".
    „Mest bylur i tómri tunnu", sagði karlinn.
    „Hershöfðingi minn segist geta sigrað hvern sem hann vilji", sagði kóngur.
    „Raup er rags manns gaman", sagði karlinn.
    „Nú er mér nóg boðið. Ég fer, sagði hershöfðinginn og fór.
    „Enginn getur sín forlög flúið", sagði karlinn.
    „Þessu get ég hlegið að", sagði ráðgjafinn og fór líka.
    „Sá hlær bezt sem síðast hlær", sagði karlinn.
    „Á ég þá að fylgja þínum ráðum og hætta við stríðið spurði kóngur.
    „Hafa skal heilræðin, hvaðan sem þau koma", sagði karlinn.
    „Þá er bezt að ég fari og tali við hina ráðgjafana", sagði kóngur.
    „Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið", sagði karlinn.
    „Ertu ekki alveg hissa, drottning mín?" sagði kóngurinn. „Nú er gamli maðurinn búinn að koma í veg fyrir stríðið".
    „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi", sagði karlinn.
    „Ég hef unnið veðmálið og nú lætur köngurinn byggja handa þér gott og fallegt hús", sagði drottningin.
    Þá varð gamli maðurinn loksins orðlaus, en það gerði ekkert, þvi að veðmálið var unnið.

    ENDIR.

    By Adam

    2021-09-08 21:32:59

    Athugasemdir

    0

    Önnur blogg

    Texti í fermingarkort
    Texti í fermingarkort

    Fermingarkveðjur og textar inn í fermingarkort.

    5 stafa orð á íslensku
    5 stafa orð á íslensku

    Öll 5 stafa orð sem finnast í okkar orðalista. Nýtist í orðaleiknum Ordla.

    Orðla eða Wordle orðaleikur - 16070 orð möguleg?
    Orðla eða Wordle orðaleikur - 16070 orð möguleg?

    Notuðum orðalistann okkar til að finna hve mörg og hvaða orð koma til greina í Orðlu orðaleiknum vinsæla.

    Deila